Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands fer fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica. Aðalfyrirlesarar þingsins eru þau Paul Polman, fyrrverandi forstjóri Unilever og Valerie G. Keller forstjóri Ernst & Young - Beacon Institute.

Auk þess mun Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar fjalla um leiðtoga frá fyrstu skrefum. Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, munu ávarpa þingið.

Að auki munu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra flytja örerindi og ræða við Konráð S. Guðjónsson, hagfræðing Viðskiptaráðs, um efni þingsins.