Heildarviðskiptavinir Nova fjölgaði um átta þúsund á fyrri hluta ársins 2011. Um síðustu áramót voru þeir 82.545 talsins en voru orðnir 90.560 í lok júní síðastliðins, samkvæmt upplýsingum sem Nova skilaði nýverið inn til Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Áætlanir Nova gera ráð fyrir að markaðshlutdeild fyrirtækisins hafi vaxið um 3% það sem af er ári og að það sé nú með um 25% af heildarmarkaði fyrir farsímaþjónustu.

Af þeim 90.560 sem eru í viðskiptum við Nova eru 80.242 í farsímaþjónustu og 10.318 með 3G internet- nettengla (punga).

Í Viðskiptablaðinu í gær var greint frá því að heildarviðskiptavinir í farsímaþjónustu Nova hefði verið rúmlega 80 þúsund um mitt þetta ár og að það væri svipaður fjöldi og hefði verið í viðskiptum við fyrirtækið um síðustu áramót. Inn í þá tölu vantaði þá rúmlega 10 þúsund viðskiptavini Nova sem eru með 3G-netlykla hjá fyrirtækinu.