Viðskipti þeirra 27 ríkja sem tilheyra Evrópusambandinu (ESB) við sex austur-evrópsk ríki utan þess rúmlega fjórfölduðust á fyrsta áratug þessarar aldar. Ríkin sex eru Armenía, Azerbaijan, Hvíta-Rússland, Georgía, Moldóva og Úkraína. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu ESB.

Árið 2000 nam útflutningur ESB til landanna sex samtals 1.411 milljörðum króna. Átta árum síðar hafði útflutningur ESB rúmlega fjórfaldast og virði viðskiptanna var 5.947 milljarðar króna. Útflutningur dróst saman á árinu 2009 í kjölfar alþjóðakreppunnar en jókst á ný í fyrra. Svipað mynstur er varðandi innflutning landanna sex inn í ESB. Hann jókst úr 1.250 milljörðum króna árið 2000 í 5.065 milljarða króna árið 2008. Innflutningur dróst saman árið 2009 en jókst aftur í fyrra. Viðskiptahalli ESB gagnvart löndunum sex fór úr því að vera jákvæður um 160,3 milljarða króna í að vera jákvæður um 705,3 milljarða króna á síðastliðnum áratug.