Í desember 2015 var 90 skjölum, kaupsamningum og afsölum, um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst. Heildarfasteignamat seldra eigna var 5,7 milljarðar króna. Af þessum skjölum voru 28 vegna verslunar- og skrifstofuhúsnæðis. Þetta kemur fram í frétt Þjóðskrár.

Þá var 70 skjölum um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins þinglýst. Heildarfasteignamat seldra eigna var 2 milljarðar króna.

Einnig voru 44 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá. Heildarupphæð þeirra var 2.105 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 1.725 milljónir króna.

Utan höfuðborgarsvæðisins voru 36 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði skráðir í kaupskrá. Heildarupphæð þeirra var 972 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 962 milljónir króna.