Viðskipta með hlutabréf í danska bankanum Vestjysk bank hafa verið stöðvuð og verður ekki hægt að kaupa né selja bréf í bankanum í dag. Þetta kemur fram á vef danska blaðsins Politiken.

Danska blaðið Börsen hefur fjallað ítarlega í dag um málefni Vestjysk bank og annarra danskra banka. Þar á meðal kemur fram að stjórn Vestjysk bank ákvað að losa sig við forstjóra bankans vegna umtalsverðra niðurfærslna á eignum bankans og þar af leiðandi miklum taprekstri. Talið er að niðurfærslur og afskriftir nemi um milljarði danskra króna og tap af rekstri bankans um 750-800 milljónum króna á þessu ári.

Bankastjórinn, Frank Kristensen, fær aftur á móti greidd laun, lífeyrissjóðsgreiðslur og aðrar greiðslur að andvirði 10,3 milljóna danskra króna við starfslokin, eða sem samsvarar um 220 milljónum íslenskra króna.