Velta á skuldabréfamarkaði í dag nam 14,5 milljörðum króna. Velta með óverðtryggð skuldabréf nam 9,8 milljörðum króna en velta með verðtryggð skuldabréf nam 4,7 milljörðum. Mest velta var í verðtryggða skuldabréfaflokknum RIKB 22 en hún var 2,45 milljarðar króna.

Velta á hlutabréfamarkaði var líka nokkuð blómleg. Hún nam 2 milljörðum króna. Þar af var mest veltan með bréf í Icelandair eins og oft áður. Hún nam 836 milljónum króna. Næstmest veltan var með bréf í TM en hún nam nam 317 milljónum króna. Veltan með bréf í VÍS nam 284 milljónum.

Öll félögin í Kauphöllinni hækkuðu nema Hagar. Bréfi í Högum lækkaði um 0,13%. Viðskiptin þar að baki voru aftur á móti mjög lítil, eða 35 milljónir króna.