Hagnaður framtakssjóðirs Akurs, sem er í rekstri Íslandssjóða hf., nam 1,5 millljörðum króna á árinu 2020 en um 680 milljóna tap varð árið 2019 sem stafaði af niðurfærslu á eignarhlut í ferðaþjónustufyrirtækinu Allrahanda GL, rekstraraðila Gray Line á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Þar munaði mestu um gangvirðishækkun á 18,2% hlut sjóðsins í Ölgerð Egils Skallagrímssonar og 53% hlut sjóðsins í Gadus sem rekur fiskvinnsla í Belgíu. Bókfært virði hlutarins í Gadus hækkar úr um 1,6 milljörðum fyrir árið 2019 í 2,3 milljarða árið 2020. Hlutur Akurs nam 1,3 milljörðum við kaup árið 2017 og hefur því hækkað um 74% síðan þá.

Hlutur Akurs í Ölgerð Egils Skallagrímssonar var færður niður um 144 milljónir árið 2019 en hækkaður um 863 milljóni árið 2020. Akur keypti 18,2% hlut sinn í félaginu árið 2017 á 1,8 milljarða og er bókfært virði hlutarins 2,4 milljarðar árið 2020 og hefur því hækkað um 33% frá kaupum.

Fimm stærstu hluthafar Akurs fjárfestinga slhf. eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 19,90% hlut, Gildi lífeyrissjóður með 17,07%, Íslandsbanki með 14%, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 13,79% og Birta lífeyrissjóður með 10%.

Fjárfestingateymi sjóðsins samanstendur af Jóhannesi Haukssyni, Kristrúnu Auði Viðarsdóttur og Davíð Stefánssyni.