Arctic Trucks á Íslandi ehf. hagnaðist um 32 milljónir króna á síðasta ári. Tap varð á rekstrinum upp á 1,5 milljónir króna árið 2015. Velta félagsins jókst um 20% milli ára og nam 1,1 milljarði króna.

Mestur varð vöxturinn af ferða­þjónustu eða 35% en tekjur vegna greinarinnar jukust úr 86,8 milljónum króna í 117,5 milljónir króna. Þá jukust tekjur af vörusölu og verkstæðisvinnu um 14% milli ára. Arctic Trucks rekur breytingaverkstæði fyrir bifreiðar auk þess að sinna annarri bifreiðaþjónustu.

Eignir félagsins nema 362 milljónum króna og hækka um 44 millj­ónir milli ára. Munar þar mest um kaup bifreiða en bókfært virði þeirra hækkar um tæplega 30 milljónir milli ára. Skuldir nema 287 milljónum króna og eigið fé 75,2 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var 20,8% í árslok. Ekki var gerð tillaga um arðgreiðslu vegna starfsemi síðasta árs.