*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 20. mars 2015 11:43

Viðsnúningur hjá Brimborg

Bifreiðaumboðið Brimborg hagnaðist um 62,1 milljón króna á síðasta ári.

Ritstjórn
vb.is

Hagnaður bifreiðaumboðsins Brimborgar nam í fyrra 62,1 milljón króna, samanborið við 182,7 milljóna króna tap árið 2013.

Rekstrartekjur jukust verulega á milli ára, fóru úr 7,7 milljörðum árið 2013 í 9,4 milljarða í fyrra og rekstrarhagnaður jókst úr 87,5 milljónum í 414,5 milljónir. Nettó vaxtagjöld námu árið 2013 315,5 milljónum króna en voru 336, 8 milljónir króna í fyrra.

Eignir félagsins námu um síðustu áramót 5,5 milljörðum króna en voru árið á undan tæpir 5,2 milljarðar. Skuldir jukust úr tæpum 4,6 milljörðum í rúma 4,8 milljarða og eigið fé félagsins jókst úr 612 milljónum króna í 675 milljónir.

Forstjóri Brimborgar er Egill Jóhannsson.