Tæplega 36 milljóna króna jákvæður viðsnúningur var á rekstri sælgætisgerðarinnar Freyju er félagið hagnaðist um 3,9 milljónir króna á síðasta ári. Velta jókst um 90 milljónir milli ára og nam milljarði. Kostnaðarverð seldra vara jókst um 27% milli ára og nam 333 milljónum en laun og launatengd gjöld stóðu nær í stað í 418 milljónum.

Í lok síðasta árs námu eignir 673 milljónum króna og jukust um tuttugu milljónir milli ára. Skuldir námu 462 milljónum og eigið fé 211 milljónum. Eiginfjárhlutfall félagsins var 31%. Ævar Guðmundsson er eigandi og stjórnarmaður Freyju.

Sjóðstreymi félagsins var neikvætt um milljón krónur en neikvætt um 4,7 milljónir árið áður. Handbært fé í lok árs 2019 var 748 þúsund krónur.