*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 27. desember 2020 13:07

Viðsnúningur á rekstri Freyju

Sælgætisgerðin Freyja hagnaðist um 3,9 milljónir króna 2019 samanborið við 32 milljóna króna tap árið áður.

Ritstjórn
Ævar Guðmundsson eigandi og stjórnarmaður Freyju.
Haraldur Guðjónsson

Tæplega 36 milljóna króna jákvæður viðsnúningur var á rekstri sælgætisgerðarinnar Freyju er félagið hagnaðist um 3,9 milljónir króna á síðasta ári. Velta jókst um 90 milljónir milli ára og nam milljarði. Kostnaðarverð seldra vara jókst um 27% milli ára og nam 333 milljónum en laun og launatengd gjöld stóðu nær í stað í 418 milljónum.

Í lok síðasta árs námu eignir 673 milljónum króna og jukust um tuttugu milljónir milli ára. Skuldir námu 462 milljónum og eigið fé 211 milljónum. Eiginfjárhlutfall félagsins var 31%. Ævar Guðmundsson er eigandi og stjórnarmaður Freyju.

Sjóðstreymi félagsins var neikvætt um milljón krónur en neikvætt um 4,7 milljónir árið áður. Handbært fé í lok árs 2019 var 748 þúsund krónur.

Stikkorð: Freyja