Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsti undrun sinni á tíðindum gærkvöldsins í samtalið við mbl.is. Hún telur sig hafa átt tilkall til ráðherra embættis.

Vigdís segist óska Lilju Alfreðsdóttur alls hins besta í starfi en telur hinsvegar að nú sé búið að ganga framhjá henni varðandi val á ráðherrum í annað sinn.

Í viðtalinu segir hún ákveðnar óskrifaðar reglur vera innan þingflokksins um úthlutun ráðherrambætta.  Oddvitar flokksins í kjördæmunum hafi yfirleitt verið í forgagi þegar komi að því. „Ég vann stærsta sigur sem Framsóknarflokkurinn hefur landað í Reykjavík í 100 ára sögu hans“.