Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill að ákvörðun um komugjald verði tekin í næstu fjárlögum. Komugjaldið verði notað til að byggja upp ferðamannastaði. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Vigdís segir aðspurð að það sé skelfilegt ástand að ferðamenn hafi hægðir á almannafæri. Nauðsynlegt sé að byggja upp ferðamannastaði og leysa þessi salernisvandamál. Sjálf kveðst hún viilja að sett verði á komugjald sem skiptist að einhverju leyti milli ríkisins og sveitarfélaga. Gera þurfi heildarúttekt á þörfinni fyrir uppbyggingu ferðamannastaða.

Vigdís segist vilja að skattaívilnanir til ferðaþjónustunnar, í formi lægri virðisaukaskatts, verði afnumdar í skrefum á næstu árum. Ferðaþjónustunni verði gefinn aðlögunartími til að koma í veg fyrir forsendubrest.