Nýja sjá­lenska flug­fé­lagið Air New Zea­land hefur á­kveðið að byrja vigta alla far­þega áður en þeir stíga um borð í milli­landa­flug.

Upp­lýsingarnar verða ekki per­sónu­greinan­legar og mun starfs­fólk flug­fé­lagsins getað séð þyngd hvers og eins far­þega.

Þyngd far­þega verður skráð nafn­laust í gagna­banka svo flug­fé­lagið getur notað upp­lýsingar til að reikna út meðal­þyngd far­þega og bæta þannig elds­neytis­nýtingu.

Flug­fé­lagið vigtaði far­þega fyrir milli­landa­flug síðast árið 2021 en Nýja Sjá­land hélt Co­vid-lokunum sínum lengur til streitu en flest önnur lönd.

„Nú þegar milli­landa­flug eru komin aftur á fullt skrið er kominn tími til að vigta far­þega á ný,“ segir í til­kynningu frá flug­fé­laginu en BBC greinir frá.

„Við vitum að það getur verið ó­væn­legt að stíga á vigtina en við viljum tryggja að far­þegar okkar geri sér grein fyrir að vigtin birtist ekki neins staðar,“ segir Alastair James tals­maður flug­fé­lagsins.

Far­þegar geta neitað því að láta vigta sig fyrir ef þeir vilja ekki taka þátt í út­reikningum flug­fé­lagsins.