Í gær var haldinn hádegisfundur á vegum Klaks þar sem rætt var um það sem má læra af stöðum eins og Kísildalnum þegar kemur að frumkvöðlastarfi. Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla, segir það hafa verið erfitt að fá fjárfesta á Íslandi til að fjárfesta í hugmyndinni en hann fór út til Bandaríkjanna ásamt samstarfsfélögum sínum til þess að leita að fjárfestum.