Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir, sem nýlega flutti tillögu um vantraust á endurskoðanda Icelandair Group og tillögu um að nýr endurskoðandi verði kjörinn hefur dregið hana til baka.

Vilhjálmur, sem er hluthafi í Icelandair Group, hafði farið fram á að málið yrði tekið fyrir á hluthafafundi félagsins sem fram fer á morgun. Sem fyrr segir hefur hann dregið tillögu sína til baka.

„Í ljósi þess að nýir eigendur eru komnir að félaginu og fjárhagslegri endurskipulagningu að mestu lokið telur undirritaður að frekari umfjöllun um framkomna tillögu ekki til þess fallna að þjóna hagsmunum félagsins og hluthöfum þess á þessum tíma,“ segi í yfirlýsingu frá Vilhjálmi þar sem fram kemur að hann dragi tillögu sína til baka.