Vilhjálmur Bjarnason og Pétur Blöndal greiddu báðir atkvæði gegn skuldaleiðréttingarfrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Alþingi í gær. Þeir voru eini þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 20.

Þeir Jón Þór Ólafsson og Ögmundur Jónasson greiddu ekki atkvæði um frumvarpið á meðan Brynjar Níelsson og Páll Valur Björnsson voru skráðir með fjarvist við atkvæðagreiðsluna. Fjarverandi voru svo þau Helgi Hjörvar, Illugi Gunnarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Alls greiddu 18 þingmenn Framsóknarflokksins og 15 þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði með frumvarpinu. Sjö þingmenn Samfylkingar, sex þingmenn Vinstri grænna, fimm þingmenn Bjartrar framtíðar, tveir þingmenn Pírata og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu hins vegar atkvæði gegn frumvarpinu.