Ögmundur Jónasson og Svandís Svavarsdóttir, þingmenn VG, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórninni verði falið að leita eftir samningi um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum og tryggja þannig að jörðin verði þjóðareign. Þessi þingsályktunartillaga var áður flutt af Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, þáverandi þingmanni VG, í ríkisstjórnartíð Samfylkingarinnar og VG

Í greinargerð með tillögunni segir að margt mæli með því að ríkið festi kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Til dæmis er nefnt að ríkið eigi þegar tvær jarðir suður af Grímsstöðum, Víðidal og Möðrudal, og um fjórðung af Grímsstöðum á Fjöllum.