Framsóknarflokkurinn flutti þingsályktunartillögu um mótframlag ríkisins til húsnæðiskaupa í dag.

Tillagan er flutt af þingmönnunum Elsu Láru Arnardóttur, Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, Silju Dögg Arnardóttur og Ásmundi Einari Daðasyni, þingflokksformanni.

Kerfið myndi vera byggt á sparnaðarleið sem ríkisstjórn Bretlands kynnti í mars 2015.

Grunnhugmyndin er að aðstoða ungt fólk við sín fyrstu íbúðarkaup með opinberu mótframlagi við sparnað. Þá munu einstaklingar 16 ára og eldri sem aldrei hafa átt hlut í fasteign geta átt möguleikann á því að stofna húsnæðissparnaðarreikning sem lýtur sérstökum skilmálum.

Hafi einstaklingur lagt 1.600 pund eða 320 þúsund krónur til hliðar mun ríkið greiða mótframlag sem hljóðar upp á 400 pund, eða um 80 þúsund krónur. Mótframlagið yrði þá í hæsta lagi um 600 þúsund krónur. Styrkurinn er einnig skattfrjáls.

Kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mótframlags myndi nema einhverjum 2 milljörðum króna á fimm ára tímabili.