Frönsk stjórnvöld hafa til skoðunar bann við styttri innanlandsflugferðum á milli staða sem mögulegt er að ferðast á milli með lest. Er markmið aðgerðarinnar að draga úr kolefnisspori landsins. BBC greinir frá.

Nú um helgina var tillaga þessa efnis samþykkt innan raða stjórnvalda, en verði tillagan að veruleika mun innanlandsflug milli staða sem hægt er að ferðast á milli í lest á undir tveimur og hálfum klukkustundum vera bannað.

Tengiflug sem er hluti af millilandaflugi myndi þó ekki falla undir löggjöfina. Franska þingið þarf að samþykkja umrædda tillögu til að hún verði hluti af lögum landsins en tillagan hefur ekki enn farið fyrir þingið.