Air Niugini, ríkisflugfélag Papúa Nýju-Gíneu, leigir nú fimm þotur af Loftleiðum, dótturfélagi Icelandair Group. Guðni Hreinsson, framkvæmdastjóri Loftleiða, segir að samstarf við Air Niugini hafi reynst félaginu mjög farsælt. „Þetta er stærsti viðskiptavinur okkar,“ segir hann.

„Við byrjuðum á að leigja þeim eina Boeing 757-200 með áhöfn,“ segir Guðni. Samningur milli félaganna var upphaflega undirritaður í október 2007. Heimildir blaðsins herma að sá samningur hafi hljóðað upp á um 850 milljónir króna, en forsvarsmenn Loftleiða vilja ekki upplýsa um verðmæti núverandi samninga.

Eiga allar vélar í millilandaflugi

Í framhaldinu hafi verið samið um leigu á Boeing 767-300 breiðþotu í apríl 2008 og önnur slík vél leigð til Air Niugini árið 2010.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .