Þingmenn VG hafa óskað eftir sameiginlegum fundi þeirra nefnda Alþingis sem þeir eiga sæti í til að fjalla sem fyrst um málefni Hellisheiðavirkjunar og þá alvarlegu stöðu sem þeir segja komna upp í ljósi fréttar Fréttablaðsins um að orkuöflun virkjunarinnar sé langt undir áætlunum.

Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, er skrifuð fyrir bréfi þingmanna en þar segir m.a. að óskað verði eftir gestum á fundinn.