„Eigin­fjár­staða heimilanna er mjög sterk og í fyrsta skipti í lýð­veldis­sögunni fer lækkun vaxta saman við hækkun kaup­máttar, meðal annars vegna kjara­samnings­hækkana. Það er ekki ó­eðli­legt að fast­eigna­verð hækki við þessar að­stæður. Með þessum fyrir­byggjandi að­gerðum viljum við koma í veg fyrir að þessar hækkanir leiði til bólu­myndunar - að það skapist væntingar um sí­fellt hækkandi fast­eigna­verð. Slíkar væntingar freista fólks að fara í mjög gíruð fast­eigna­kaup þegar vaxta­stig er lágt, vegna þess að það býst við því að markaðurinn sjái um að mynda eigið fé fyrir það," segir Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri.

Hann segir að þessi mörk hefðu ekki komið í veg fyrir þau fast­eigna­við­skipti sem áttu sér stað á liðnum vetri, enda hafi hækkun fast­eigna­verðs á þeim tíma átt sér raun­veru­lega inni­stæðu.

„Nú þurfum við að horfa til fram­tíðar. Það hafa verið blikur á lofti, til dæmis í Reykja­vík, þar sem sölu­tími eigna hefur aldrei verið styttri. Það er svo­lítill æsingur í gangi sem gæti hæg­lega þróast í þá átt að fólk fari að skuld­setja sig um of og taka fjár­hags­lega á­hættu," segir Ás­geir en bætir við að þótt blikur séu á lofti sé enn ekki farið að bera mikið á aukinni skuld­setningu ein­stak­linga.

„Þetta er fyrir­byggjandi að­gerð. Það má að ein­hverju leyti segja að þetta sé að­gerð sem hefði þurft að grípa til árið 2003 áður en fast­eigna­bóla tók að blása út árin á eftir, vegna þess að það er of seint að ætla að fara af stað þegar bólan er hafin og fólk byrjað að skuld­setja sig ó­hóf­lega. Það er ekki ætlunin að koma í veg fyrir að fólk geti keypt og selt eignir, en það þarf að hafa eigið fé."

Seðla­bankinn hefur heimild í lögum til þess að tak­marka veð­setningar­hlut­fall allt niður í 60%. Ás­geir segist ekki eiga von á því að til þess komi að lækka þurfi mörkin enn frekar.

Fyrstu kaup­endur njóti for­skots

Með að­gerðinni sé fyrstu kaup­endum veitt visst for­skot á markaðinum við fram­boðs­skort.

„Við viljum halda greiðari leið fyrir fyrstu kaup­endur inn á markaðinn. Við erum að vissu leyti að veita þeim for­skot á þá sem ætla sér að kaupa eign númer tvö, sem dæmi. Miðað við þau lýð­fræði­gögn sem ég hef skoðað er mjög stór kyn­slóð að koma inn á fast­eigna­markaðinn um þessar mundir, auk þess sem við erum að sjá dæmi þess að er­lent fólk sem hefur komið hingað til að vinna hefur verið að kaupa eignir. Eftir­spurnin er því mjög mikil á sama tíma og horfur eru á að fram­boðið muni heldur minnka á komandi vetri."

Hafi vaðið fyrir neðan sig

Ás­geir var til við­tals í hlað­varpi Snorra Björns­sonar þar sem hann sagðist al­mennt ráð­leggja fólki að festa vexti. Spurður út í þau um­mæli, og hvort það geti haft á­hrif á vaxta­hækkanir sem stjórn­tæki ef fólk festi vextina í stórum stíl, segir hann svo vera en engu að síður sé mikil­vægt að fólk hafi vaðið fyrir neðan sig.

„Fólk hefur þennan val­kost að festa vexti og þarf þá að borga fyrir það strax, en það getur á móti verið nokkurn veginn öruggt með greiðslu­byrði sína næstu árin. Það hlýtur að vera deginum ljósara að við erum komin í þann fasa að hækka vexti. Ef fólk kýs að hafa breyti­lega vexti verður það að vera til­búið að taka við sveiflum í vaxta­stiginu - fólk þarf bara að meta þetta út frá sínum for­sendum og greiðslu­getu. Ég vil því aðal­lega hvetja fólk til þess að taka ekki á sig meiri skuld­bindingar en það getur staðið við, að það hafi vaðið fyrir neðan sig."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .