Slitastjórn gamla Landsbankans hefur óskað eftir undanþágu frá fjármagnshöftum til að greiða yfir 260 milljarða í gjaldeyri til forgangskröfuhafa. Eru þeir einkum tryggingasjóðir innistæðueigenda í Bretlandi og Hollandi.

Morgunblaðið segist í dag hafa undir höndum gögn sem sýnir að LBI sendi beiðni til Seðlabanka Íslands í febrúar síðastliðinn. Þar sem þess er farið á leit að fá að greiða 141 milljarð til kröfuhafa. Fyrri undanþágubeiðnin var send í júní 2013.

Seðlabankinn hefur ekki afgreitt beiðnir LBI, að sögn Morgunblaðsins. Ólíklegt sé að undanþága verði veitt meðan ekki er búið að semja um að lengja í 238 milljarða gjaldeyrisskuld Landsbankans við LBI.