Félag atvinnurekenda leggur til að tollar á innfluttum búvörum verði lækkaðir um helming. Tollvernd fyrir svína- og alifuglakjöt verði afnumin að fullu, svo og tollar á ýmsum öðrum vörum sem ekki keppa við innlenda búvöruframleiðslu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu FA, Matartollar: Verndarstefna eða samkeppni og valfrelsi neytenda?

Þar segir að stór hluti verndartolla leggist á vörur sem ýmist séu ekki framleiddar hér á landi, eru ekki framleiddar í fullnægjandi magni eða teljast ekki til hefðbundinnar búvöruframleiðslu. Verndin missir því marks og skaði eingöngu neytendur og samkeppni.

Í tilkynningu frá FA segir að mat Rannsóknaseturs verslunarinnar, sem hafi reiknað nokkur verðdæmi byggð á þessum tillögum, sé að kæmust þær í framkvæmd myndi svínakjöt lækka í verði um tæp 16%, fuglakjöt um 25%, nautakjöt um tæp 9% og unnar kartöfluvörur (franskar, snakk) um tæp 28%.