Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Í tillögunni felst að Alþingi álykti að fela forsætisnefnd Alþingis að láta undirbúa lagafrumvarp um sérstaka stofnun á vegum Alþingis sem hafi sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu.

Slík stofnun ætti samkvæmt tillögunni að hafa eftirfarandi verkefni:

  • að hefja eftirlit að eigin frumkvæði,
  • að taka við kærum einstaklinga sem telja lögreglu hafa brotið á réttindum sínum,
  • að rannsaka meint brot lögreglumanna í starfi,
  • að rannsaka tilkynningar innan úr lögregluliðum um einelti og kynferðislega áreitni,
  • að rannsaka upplýsingar frá nafnlausum afhjúpendum innan lögreglu og stjórnsýslu.

Auk þess vilja Píratar að við undirbúning frumvarps verði metið hvort stofnunin geti einnig farið með ákæruvald í slíkum eftirlitsmálum. Í frumvarpinu verði kveðið sérstaklega á um sjálfstæði stofnunarinnar.

Lesa má þingsályktunartillöguna í heild sinni hér .