Ekki er útilokað að Seðlabankinn taki út starf­semi trygg­inga­miðlara til rann­sókn­ar vegna um­svifa þeirra eft­ir að gjald­eyr­is­höft­in voru sett 2008. Grunur leikur á að trygg­inga­miðlar­ar hafi nýtt sér gluf­ur til að fara á svig við regl­ur um gjald­eyr­is­mál, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

Rifjað er upp í umfjöllun blaðsins að breyttar reglur um gjald­eyr­is­mál tóku gildi 19. júní síðastliðinn en markmið þeirra er að stöðva það sem talið er óheim­il söfn­un sparnaðar er­lend­is.