Stjórnvöld í Svíþjóð íhuga nú þann möguleika að takmarka fasteignalán með breytilegum vöxtum til þess að auka stöðugleika fjármálakerfisins þar í landi.

Í morgunpósti IFS greiningar kemur fram að sífellt fleiri fasteignakaupendur í Svíþjóð velji nú lán sem taki mið af skammtímavöxtum. Breytilegir vextir fasteignalána í Svíþjóð hafa lækkað verulega á síðustu árum samhliða lækkun stýrivaxta.

Breytilegir vextir eru nú 2,4% samkvæmt tölum Swedbank og hafa ekki verið lægri í fjögur ár.

78% nýrra lána í Svíþjóð í júlí sl. báru breytilega vexti, samanborið við 63% nýrra lána árið 2012.