Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, ætli að ljúka byggingu álversins í Helguvík um leið og orka sé tryggð. „Það gæti orðið lykillinn að því að leysa öll þessi mál ef allir taka höndum saman og reyna að koma verkefninu áfram,“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið.

Í Viðskiptablaðinu í gær var haft eftir Michael A. Bless, forstjóra Century Aluminum, upp úr endurriti af fundi hans hjá Bank of America, að ekki verði gengið lengra í Helguvíkurverkefninu sem arðsemin verði einstaklega góð. Litið sé á Helguvík sem sokkinn kostnað. Látið verði þar við sitja en um 30 milljónir króna settar í verkefnið. Viðræður standi nú yfir við Landsvirkjun.

Ragnar segir í samtali við Morgunblaðið endurritið ekki góða heimild. Það væri illa unnið og innihéldi beinar villur. Þess vegna hefðu þeir leitað til annarra orkufyrirtækja um útvegun orku en HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur. Framhaldið muni svo ráðast af niðurstöðu Rammaáætlunar. Erfitt væri að eiga við þetta nema aðrir kæmu að málum með myndarlegum hætti.