Lilja Mósesdóttir, sem situr utan flokka á Alþingi, hefur óskað eftir því að fulltrúi Fjármálaeftirlitsins komi á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og útskýri forsendur þess að eftirlitið samþykki ALMC, þrotabú Straums Burðaráss Fjárfestingarbanka, sem hæfan eiganda fjármálafyrirtækis.

Lilja Mósesdóttir, þingmaður.
Lilja Mósesdóttir, þingmaður.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Lilja vísar til þess í beiðni sinni til efnahags- og viðskiptanefndar að í umfjöllun um vogunarsjóðinn Davidson Kempner Management Capital í Fréttablaðinu um síðustu helgi hafi komið fram að af afloknum nauðasamningum sé Straums sé bankinn alfarið í eigu ALMC, sem er í eigu Davidson Kempner.

Þessu til viðbótar kemur fram í Fréttablaðinu í dag, að fulltrúar Fjármálaráðuneytisinis viti hverjir virkir eigendur móðurfélags Straums séu en geti á grundvelli þagnarskyldur ekki veitt aðgang að þeim upplýsingum.

„Í umræðum um hæfi eigenda þegar viðskiptanefnd vann að umfangsmiklum breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki vorið 2010 var það minn skilningur sem formaður að vogunarsjóðir væru ekki hæfir eigendur fjármálafyrirtækja,“ segir í beiðni Lilju um að málið verði tekið upp hjá nefndinni.

Fram kemur í beiðni Lilju að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni hafi tekið vel í beiðni Lilju.