Í Viðskiptablaðinu í dag birtust villandi skrif í dálki sem auðkenndur er nafninu "Bæjarrómur". Þar er sagt frá vangaveltum um að hugsanlegt sé að nýr bankastjóri setjist við hlið Bjarna Ármanssonar sem bankastjóri Íslandsbanka. Nánari eftirgrennslan og frekari upplýsingar hafa leitt í ljós að það er ekki rétt.

Dálkinum "Bæjarrómur" er ætlað að flytja óstaðfestar upplýsingar og er því í vangaveltustíl. Þannig er augljóst að hann styðst ekki við sömu kröfur um heimildir og framsetningu og aðrar fréttir Viðskiptablaðsins. Það er hins vegar ekki tilgangur með dálkinum að koma röngum fréttum af stað og því er þessi leiðrétting birt.

Ritstj.