Kortavelta erlendra ferðamanna hjá bílaleigum fyrstu sjö mánuði ársins nam tæpum 5,5 milljörðum króna, sem er ríflega 1,8 milljörðum króna meiri velta en á sama tímabili í fyrra þegar hún nam 3,6 milljörðum. Þetta er 50 prósenta aukning milli ára. Heildarkortavelta erlendra ferðamanna fyrstu sjö mánuðina nam 66 milljörðum og því lætur nærri að bílaleigur fái um 8,5% af þeirri upphæð.

Bílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleigan á markaðnum. Steingrímur Birgisson forstjóri segir að vissulega sé búið að vera nóg að gera og mikill vöxtur í greininni. Hann kallar hins vegar eftir betri lagaumgjörð og skýrari reglum um rekstur bílaleiga.

„Ástandið á þessum markaði í dag er svolítið eins og í villta vestrinu,“ segir Steingrímur. „Það ætla allir að verða ríkir á því að reka bílaleigu, svona svipað og allir ætluðu að græða á laxeldi og loðdýrarækt hér áður fyrr. Regluverkið er engan veginn nægilega gott, það vantar skýran ramma um þennan rekstur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .