Félag atvinnurekenda hefur auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur félagsins. Auglýsing þess efnis birtist í Fréttablaðinu í dag.

Almar Guðmundsson hefur undanfarin fimm ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra, en hætti skyndilega í vikunni og tók við starfi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins .

Birgir S. Bjarnason, formaður stjórnar Félags atvinnurekenda, sagði í kjölfarið í samtali við VB.is að fljótlega yrði auglýst eftir eftirmanni Almars.

Samkvæmt auglýsingunni er æskilegt að nýr framkvæmdastjóri hafi lokið háskólagráðu úr lögfræði eða hagfræði, auk fimm ára reynslu í krefjandi starfi. Þá þarf viðkomandi m.a. að hafa góða reynslu af greiningarvinnu og almenna rekstrarþekkingu.

Umsóknarfrestur rennur út 15. september nk.