Reistar verða tvær vindmyllur á svæði sem kallast Hafið og er í nágrenni við Búrfellsstöð. Vindmyllurnar eru rannsóknarverkefni Landsvirkjunar en vonir standa til að vindorkan verði þriðja stoðin í orkukerfi Landsvirkjunar, ásamt vatnsafli og jarðvarma.

Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þetta vera nauðsynlega viðbót ef Landsvirkjun á að vera framsækið orkufyrirtæki.

Á morgun verður byrjað að setja vindmyllurnar upp en í hæstu stöðu eru þær 77 metrar.

Vindmyllurnar eru hvor um sig 900kW en kostnaðurinn við eitt megavatt er um það bil ein milljón evra.