Hagkerfi Breta er langt frá því að vera komið á réttan kjöl, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Í nýjustu árlegri úttekt sjóðsins á stöðu efnahagsmála segir m.a. að gera megi ráð fyrir því að hagvöxtur verði lítill ef nokkur í langan tíma og geri aðhaldsaðgerðir hins opinbera illt verra. AGS hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða sem geti stuðlað að því að auka hagvöxt í Bretlandi.

Á meðal þess sem fram kemur í frétt breska dagblaðsins Guardian um málið segir m.a. að stjórnvöld verði að taka ákvörðun um það hvað þau ætli að gera við hlut ríkisins í bönkunum Royal Bank of Scotland og Lloyds. Í blaðinu segir að stjórnvöld sé að vinna að sölu á hlutum sínum á bak við tjöldin. Markaðsverðmæti hlutanna nemur 65 milljörðum punda, jafnvirði 12 þúsund milljarða íslenskra króna.