*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 28. maí 2018 14:26

Vinnandi börnum fjölgar

Starfandi börnum hefur fjölgað um 3,2% frá árinu 2015.

Ritstjórn
Hagstofa Íslands
Haraldur Guðjónsson

Hagstofa Íslands vann samantekt í samstarfi við umboðsmann barna um stöðu barna á Íslandi. Nú er hægt að nálgast tölulegar upplýsingar um börn á vef Hagstofunnar. 

Í henni kom meðal annars fram að fjórðungur barna er í launaðri vinnu. Árið 2017 störfuðu 19.804 (24,8%)  börn  á íslenskum vinnumarkaði það er að segja höfðu staðgreiðsluskyldar tekjur af atvinnu. Þar af voru 24,6% allra drengja og 25,0% allra stúlkna á Íslandi. Starfandi börnum hefur fjölgað um 3,2% frá árinu 2015. 

Það eru jafnframt færri börn sem slasast í umferðinni en frá árinu 2000 til ársins 2017 hefur börnum sem slasast í umferðarslysum fækkað um 35% eða úr 357 árið 2000 í 232 árið 2017.

Árið 2007 höfðu barnaverndarnefndir afskipti af 3.852 börnum sem nemur 4,2% af heildarfjölda barna 18 ára og yngri.

Aukning innflytjenda á barnsaldri hefur verið stöðug. 

Nú búa um 80.383 börn á Íslandi, 41.060 drengir og 39.323 stúlkur.

Árið 2017 voru 2.453 börn á Íslandi innflytjendur, 1.267 drengir og 1.186 stúlkur. 

Þá fluttu 797 stúlkur til landsins en 434 fluttust frá því en sama ár fluttust 850 drengir til landsins en 497 fluttu frá landinu.

Alls sóttu 176 börn um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2017. Flest komu frá Georgíu, Albaníu og Írak.

Stikkorð: Hagstofa Íslands