Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að fara út um miðjan næsta mánuð og gera Stefan Fühle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins (ESB) grein fyrir því að íslensk stjórnvald hafi ákveðið að gera hlé á aðildarviðræðum við sambandið. Allri vinnu í utanríkisráðuneytinu vegna viðræðnanna hefur verið hætt, að sögn RÚV .

RÚV rifjar upp að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafi m.a. komið fram að hlé yrði gert á aðildarviðræðum Íslands við ESB. Viðræðum sé lokið um 11 samningskafla en viðræður standi yfir um 16 kafla. Tæp fjögur ár eru síðan Alþingi samþykkti að hefja aðildarviðræður við ESB. Í kjölfarið á svo að gera úttekt gerð á stöðu þeirra á vegum utanríkisráðuneytisins.

Gunnar Bragi segir í samtali við RÚV að Alþingi þurfi ekki að samþykkja að gera hlé á viðræðunum.