Í fyrri hluta þáttarins í dag mætir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Ársfundur stofnunarinnar var haldin síðastliðin föstudag og við ætlum að ræða um þau atriði sem helst hafa einkennt starfsemi Vinnumálastofnunar upp á síðkastið. Segja má að langtímaatvinnuleysi hafi verið að aukast þrátt fyrir mikla eftirspurn vegna stóriðjuframkvæmda. Þá hefur aukinn kostnaður fallið á ábyrgðarsjóð launa undanfarið

Að því loknu ætlum við að taka stöðuna á fasteignamarkaðinum með aðstoð Jóns Guðmundssonar fasteignasala hjá Fasteignamarkaðinum. Þar er allt að verða vitlaust og stöðugt vantar fleiri eignir á skrá.

Í lokin kemur síðan í þáttinn Kristín Jónsdóttir forstöðumaður Endurmenntunar Háskóla Íslands en Endurmenntun kynnir þessa daganna tvennskonar sérfræðiráðgjöf til fyrirtækja, stofnanna og einstaklinga.

Þátturinn verður endurfluttur kl. eitt eftir miðnætti.