Tæplega 20 herbergi eru að meðaltali bókuð á dag til áramóta á Fosshóteli í Reykholti í Borgarfirði. Hótelstjórinn Arnþór Pálsson segir í samtali við vikuritið Skessuhorn um 80-90% þeirra sem hafi bókað gistingu á hótelinu séu hópar erlendra ferðamanna sem komi hingað til að sjá norðurljósin.

Hann segir í samtali við blaðið bókanir í nóvember nú orðnar svipaðar og í jaðarmánuðum háannatímans í maí og ágúst. Þetta er meiri aukning hann hefur áður séð og segist kominn í vandræði með starfsfólk enda sumarstarfsfólkið flest farið í skóla.

Hóparnir sem gista á Fosshóteli eru eingöngu erlendir ferðamenn, mest ensku- og þýskumælandi. Japanskir ferðamenn koma svo þegar líður á veturinn. Hóparnir stoppa stutt, koma á mánudegi og fara upp úr miðri viku.