Sjálfseignarstofnunin Virk Starfsendurhæfingarsjóður hefur gengið frá kaupum á Borgartúni 18 af Arion banka, húsnæði sem áður hýsti ýmiss konar starfsemi bankans, m.a. útibú, fyrir tæplega 1,2 milljarða króna.

Arion banki flutti í húsnæðið árið 2014 en flutti svo út úr húsnæðinu á síðasta ári. Þar áður voru höfuðstöðvar Byrs í húsnæðinu.

Húsnæðið er 2.868 femetrar, brunabótamat þess er 726 milljónir króna og fasteignamat 954 milljónir króna.

Svo virðist vera sem Virk muni ekki nýta allt húsnæðið undir eigin starfsemi því skrifstofurými á efstu hæð hefur verið auglýst til leigu.