Gengi hlutabréfa VÍS tók að lækka hratt eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Það hefur nú fallið um 3,21%. Á sama tíma hefur gengi bréf TM fallið um rúm 4%.

Velta með hlutbréf VÍS nemur rétt rúmum 229 milljónum króna en TM rúmum 120 milljónum króna.

Eins og fram kom á vb.is í dag sagði Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í umfjöllun Kastljóssins á RÚV í gærkvöldi að Fjármálaeftirlitið hyggist skoða framkvæmd útboðs TM þar sem eftirspurn var langt umfram framboð. Fjárfestar skráðu sig fyrir hlutabréfum fyrir 357 milljarða króna en endanlegt söluandvirði nam broti af því, 4,4 milljörðum króna.