Í ársreikningi VÍS kemur fram að hagnaður félagsins hafi verið ríflega 1,3 milljarðar á árinu 2017 en árið áður nam hann tæplega 1,5 milljarði króna. Ef með er talinn hagnaður af gangvirðisbreytinga til sölu er heildarhagnaður félagsins á árinu 1,6 milljarðar króna.

Iðgjöld VÍS að frádregnum hluta endurtryggjenda námu 19,8 milljörðum króna sem er hækkun um 12,4% frá fyrra ári þegar þau voru rúmir 17,6 milljarðar króna. Tjón ársins voru tæpir 14,6 milljarðar króna samanborið við 14,0 milljarða árið 2016. Þá hækkaði rekstrarkostnaður úr 4,5 milljörðum í 4,9 milljarða eða um 10,5%.

Heildareignir VÍS námu 46,4 milljörðum króna og hækkuðu lítillega milli ára en í lok árs 2016 námu eignir félagins 46,3 milljörðum króna. Eigið fé jókst úr 16,4 milljörðum árið 2016 í 16,8 milljarða í lok árs 2017. Eiginfjárhlutfall félagsins var því 36,1% í loks ársins. Skuldir félagsins námu því 29,6 milljörðum en þar af var Vátryggingarskuld 24,4 milljarðar.

Handbært fé í lok árs nam 1.094 milljónum og jókst um liðlega 31 milljón króna á milli ára. Samsett hlutfall var 95,3% samanborið við 101,7% árið á undan.

Á fjórða ársfjórðungi hagnaðist VÍS um 496 milljónir króna samanborið við 868 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.