*

fimmtudagur, 1. október 2020
Innlent 17. janúar 2020 09:26

Vís væntir 3 milljarða hagnaðar

Jákvæð afkomuviðvörun vegna hálfs milljarðs króna meiri hagnaðar á síðasta ári en spáð hafði verið.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vátryggingafélag Íslands hefur sent frá sér jákvæða afkomuviðvörun þar sem félagið hefur hækkað afkomuspá félagsins fyrir síðastliðið ár um hálfan milljarð króna.

Hafði félagið gert ráð fyrir hagnaði upp á 2.508 milljónir króna á árinu 2019 en samkvæmt drögum að uppgjöri ársins áætlar félagið að hagnaðurinn verði á bilinu 2.950 til 3.050 milljónir króna.

Segir félagið í tilkynningu um málið helstu ástæðuna fyrir betri afkomu vera hærri ávöxtun fjáreigna á fjórða ársfjórðungi. Afkomuspá ársins 2020 verður svo birt þann 31. janúar og uppgjör ársins 2019 þann 27. febrúar næstkomandi.