Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan október er 130,8 stig sem er 0,3% lækkun frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands .

Lækkunina á vísitölu byggingarkostnaði má aðallega rekja til 1,4% lækkunar á innfluttu efni frá síðasta mánuði. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hins vegar hækkað um 2,2%. Þessi vísitala gildir í nóvember 2016.