Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í september 2016 hækkaði um 0,48% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,10% frá ágúst. Þessu greinir Hagstofan frá.

Kostnaður við reiknaða húsaleigu hækkaði um 3,3%, verð á fötum og skóm hækkaði um 4,7% og vörur og þjónusta tengd tómstundum og menningu hækkuðu um 1%. Hins vegar þá lækkuðu flugfargjöld til útlanda um 16,6%.

Síðustu tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,8%, en vísitalan án húsnæðisverðs hefur lækkað um 0,4%.

Hagstofan tekur einnig fram að hækkun á reiknaðri húsaleigu er að hluta til komin vegna leiðréttingar á fyrri tölum.