Í Bandaríkjunum lækkaði vísitala neysluverðs um 0,5% í október, en vístalan lækkaði einnig um 0,5% í september, en lækkandi orkuverð á þar þátt í, segir í frétt Dow Jones.

Ef orka og matvæli eru undanskilin hækkaði vísitalan um 0,1%, samanborið við 0,2% hækkun síðustu þrjá mánuði. Greiningaraðilar höfðu spáð 0,3% lækkun.