Útreikningur vísitölu neysluverðs fyrir nóvember 2006 staðfestir að verðbólga fer hjaðnandi og er þess að vænta að sú þróun haldi áfram næstu mánuði, segja Samtök atvinnulífsins (SA).

SA segir að hækkun fasteignaverðs hafi haft mikil áhrif til aukningar á verðbólgu undanfarin misseri og telur nýjustu upplýsingar benda til þess að þar sé að verða breyting á.

"Á síðasta ári voru mánaðarlegar verðhækkanir á markaðsverði íbúðarhúsnæðis oftast á bilinu 2-4%, en dregið hefur úr verðhækkunum undanfarna mánuði og verð lækkað annað hvort á einbýli eða fjölbýli undanfarna fjóra mánuði,"segir SA