Viðskiptanefnd hefur verið kölluð saman að nýju kl. 18:15 í dag, en nefndin kom saman til fundar rétt fyrir hádegi í dag.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er það ætlun meirihluta nefndarinnar að afgreiða úr nefndinni Seðlabankafrumvarpið þannig að hægt verði að hefja þriðju umræðu um það á Alþingi.

Skýrslu Larosier (sem er umsögn um seðlabanka í Evrópu og gefin var út í morgun) var dreift til nefndarmanna á fundi nefndarinnar í morgun. Skýrslan er tæpar 90 blaðsíður en sjálfsæðismenn í viðskiptanefnd hafa krafist þess að fá lengri tíma til að fara yfir skýrsluna.