Starfsfólk Íslandspósts, Reykjavíkurborgar og ÁTVR sögðu frá reynslu sinni af vefumsjónarkerfinu ContentXXL  á ráðstefnu á vegum TM Software, umboðsaðila ContentXXL, á dögunum.

„En  sameiginleg markmið þeirra var að bæta upplýsingar, aðgengi og framsetningu gagna. Það sem skipti þau mestu máli varðandi val þeirra á ContentXXL var að auðvelt væri að samþætta það við önnur kerfi, það væri sveigjanlegt,  biði upp á fjölbreytta möguleika, að efni og viðmót væri aðskilið, að kerfið væri í stöðugri og öflugri þróun og að auðvelt væri að hafa sama efni á mörgum vefum og mörgum tungumálum," segir í fréttatilkynningu.

Michael Nutz, sölu- og markaðsstjóri ContentXXL í Þýskalandi, kerfið. Hann skýrði m.a. frá kostum þess sem notendur höfðu áður kynnt svo og öðrum kostum svo sem stuðningi við leitarvélar, tengingu efnis, verkefnastýrðum vinnuferlum og að auðvelt væri að færa einingar til á síðum.

TM Software er í eigu Nýherja [ NYHR ].