Það sem staðið hefur íslenskri fatahönnun fyrir dyrum er skort­ ur á gögnum og þekkingu og reynslu á framleiðslu. Þetta segir Margrét Sigrún Sigurðar­dóttir, lektor við viðskiptafræði­deild Háskóla Íslands. Undir þetta er tekið í flestum fræðigreinum sem finna má frá íslenskum háskól­um um íslenska fatahönnun.

14 milljarða velta

Margrét Sigrún kortlagði árið 2011 hagræn áhrif skapandi greina. Í skýrslunni kom fram að heildar­ velta skapandi greina var 189 millj­arðar króna árið 2009. Þar af var hlutur ríkis og sveitarfélaga um 12,5%. Sé litið á virðisaukaskatt­skylda veltu þeirra greina sem teljast skapandi kemur í ljós að hönnun og aðrar skapandi þjón­ustugreinar veltu rúmum 14 millj­örðum króna árið 2009 en undir þann flokk fellur fataframleiðsla. Nánari sundurliðun er vandfund­in og er í gögnum Hagstofunnar og annarra sjaldnast gerður grein­armunur á innfluttum fatnaði og innlendri fataframleiðslu.

„Sú þekking sem þarf til að byggja iðnaðinn upp verður ekki til nema það séu nógu margir í bransanum að velta þessu fyrir sér,“ segir Margrét Sigrún. Hún bendir á að virðisaukaskattur hjálpi íslenskri fataframleiðslu ekki og að ekki sé gerður greinarmunur á því sem framleitt sé hérlendis eða flutt inn að utan.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.