Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, að muni ljúka áreiðanleikakönnun á breska knattspyrnufélaginu West Ham United og að kauptilboð sé væntanlegt í næstu viku.

Væntanlegt kauptilboð Eggerts er stutt í af Björgólfi Guðmundssyni, stjórnarformanni Landsbanka Íslands, en Landsbankinn mun einnig sjá um fjármögnun á tilboðinu, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Óformlegt kauptilboð Eggerts nemur 75 milljónum punda, eða rúmlega níu milljörðum króna, og áætlað er að taka yfir skuldir á bilinu 20-23 milljónir punda.